Sjálf athöfnin mun fara fram í kaþólsku dómkirkjunni í Reykjavík, Kristskirkju eða Landakotskirkju.

 

Athöfnin

Beint að athöfn lokinni verður haldið í Hvalfjörðinn þar sem boðið verður til grillveislu í Félagsheimilinu Dreng (smellið á google kortið hér að ofan fyrir nákvæma staðsetningu).   Það er von okkar að veislan verði óformleg og skemmtileg :)  Ef veðrið er gott er jafnvel möguleiki að einhver hluti veisluhaldanna verði utandyra. 


Ef þið hafið einhverjar sérstakar þarfir varðandi matinn vinsamlegast látið okkur vita.  Með matnum verður boðið upp á vín og bjór auk óáfengra drykkja.


Að matarhaldi loknu verður opnaður bar þar sem við munum bjóða upp á vín og bjór á kostnaðarverði eins langt fram á nóttu og fólk hefur úthald í.

Veislan

Samgöngur

Þar sem Hvalfjörðurinn er fyrir utan venjulegs þjónustusvæðis leigubifreiða munum við bjóða upp á rútuferðir fyrir þau ykkar sem ekki vilja eða geta keyrt sjálf.  Beint að athöfn lokinni verður boðið upp á rútuferðir frá kirkjunni í veislusalinn og um kvöldið verður boðið upp á rútuferðir til baka til Reykjavíkur.


Til að við getum metið fjölda og stærð rútanna sem við þurfum þætti okkur vænt um ef þið gætuð sagt okkur hvort ykkur þykir líklegt að þið mynduð notfæra ykkur rútuferðirnar.

Gisting

Við ætlum að tjalda og hvetjum ykkur til að gera það líka.  Það er stórt einkatjaldsvæði við hliðina á húsinu þar sem hægt er að setja upp bæði tjöld eða vera með húsvagna.  Við höfum alla aðstöðuna frá föstudegi til mánudagsmorguns.


Annars er Hótel Glymur aðeins nær en Reykjavík og að lokum er einhver bændagisting í boði í nágrenninu.

Mest af þesari síðu er einungis á ensku en hér höfum við sett inn helstu upplýsingarnar á íslensku.  Ef einhverjar spurningar skyldu vakna þá hafið samband við okkur á disadonal@gmail.com

Klæðnaður

Við höfum engar reglur um klæðnað en það verða líklega flestir í sparidressinu sínu.  Ef veðrið er gott vonumst við til að geta verið eitthvað úti við þ.a. það væri kannski ráð að koma með sjal, peysu eða léttan jakka meðferðis.  Það er samt engin ástæða til að taka með kuldagallann þar sem við munum halda okkur innandyra ef illa viðrar.

Erlendir gestir

Ef þið eruð tilbúin til að hýsa einhverja af erlendu gestunum þá þætti okkur vænt um að heyra af því.  Sumir gestirnir verða einungis örfáar nætur en aðrir yrðu kannski upp í eina viku.  Þetta er fólk á öllum aldri og af ýmsum þjóðernum - en allt vitaskuld sómafólk.